Volg ons
iBookstore
Android app on Google Play
Vind ik leuk
Een programma van
Frá litlum grænum körlum til stórra grænna vetrarbrauta!
5 December 2012

Þú deilir jörðinni með sjö milljörðum manna, fólki á öllum aldri, stærðum og gerðum. Í alheiminum eru að minnsta kosti milljón sinnum fleiri vetrarbrautir en mannfólk! Og þær eru líka af ýmsum stærðum og gerðum.

Nýlega bættist ný tegund vetrarbrauta í hópinn. Þessar vetrarbrautir eru stórar og bjartari en flestar aðrar í geimnum! Og þær eru líka eiturgrænar! Þess vegna hafa stjörnufræðingar kallað þessar vetrarbrautir „grænar baunir“ (sjáðu græna blettinn í miðju myndarinnar).

Þessar nýju vetrarbrautir eru meðal sjaldséðustu fyrirbæra í alheiminum. Við teljum að þær skíni svona skært vegna svarthols í miðju þeirra. Svarthol er lítið fyrirbæri með ógnarsterkt þyngdartog. Allt efni sem hættir sér of nærri, sogast inn í svartholið og sést aldrei aftur. Sennilega lúra slík skrímsli í miðjum allra vetrarbrauta, þar á meðal í Vetrarbrautinni okkar!

Þegar svarthol sýgur til sín nærliggjandi efni myndast skífa í kringum það. Hugsaðu þér hvernig vatn fellur í svelg ofan í niðurfall. Skífa svartholsins verður sífellt heitari sem veldur því að mikið magn af ljósi berst frá henni. Á þann hátt mynda svarthol mjög bjartar miðjur vetrarbrauta. En í tilviki grænu baunanna er það vetrarbrautin í heild sinni sem glóir!

Fróðleg staðreynd

Í geimnum eru líka til vetrarbrautir sem kallast „gráertur“. Þær eru mjög svipaðar grænu baununum að útlit (sjá hér) en eru miklu smærri og eru lýstar upp af öllum stjörnunum innan í þeim!

Meer informatie

 Þessi Space Scoop frétt er byggð á fréttatilkynningu ESO.

Share:

Afbeeldingen

Van kleine groene mannetjes tot grote groene sterrenstelsels!
Van kleine groene mannetjes tot grote groene sterrenstelsels!

Printer-friendly

PDF File
988,0 KB
Nieuwsbrief

Cassini Scientist for a Day


Universe in a Box