Volg ons
iBookstore
Android app on Google Play
Vind ik leuk
Een programma van
Furðufugl meðal furðufugla
29 May 2013

Þegar stór stjarna endar ævi sína fjarar hún ekki hægt og rólega út eins og deyjandi kertalogi. Þess í stað endar hún ævi sína með hvelli; í mikilli sprengingu sem skín skærar en heil vetrarbraut! Þegar stjörnur springa tætast þær í sundur og efni skýst út geiminn. Eftir situr samt eitthvað — nifteindastjarna — kjarninn úr stóru stjörnunni sem sprakk.

Fyrirbærið á þessari mynd minnir á brjóstsykur sem búið er að vefja í tannþráð. Í raun er hér þó um að ræða teikningu listamanns af mjög sérkennilegri tegund nifteindastjörnu sem kallast segulstjarna.

Segulstjörnur eru með öfgakenndustu fyrirbærum alheims. Þær eru mjög smáar og mjög þéttar gerðir nifteindastjarna sem gefa frá sér annað slagið frá sér orkuríka blossa. Stjörnurnar draga nafn sitt af því að vera mjög segulmagnaðar. Þú hefur örugglega leikið þér með segla og veist að þeir draga til sín segulmögnuð efni eins og járn.

Segulstjörnur eru gríðarstórir og miklir seglar — þeir sterkustu í alheiminum! Nema reyndar þessi. Hér sést SGR 0418, segulstjarna sem er ekkert sérstaklega segulmögnuð. Hún er miklu veikari segull en nokkur önnur stjarna sömu gerðar.

Stjörnufræðingar undrast þetta og spyrja: Hvaðan kemur orkan sem knýr þessa tilþrifamiklu og orkuríku blossa? Fram til þess hafa menn talið að seglarnir sterku knúðu blossana. Sú tilgáta virkar greinilega ekki fyrir SGR 0418! Þessi stjarna virðist furðufugl meðal furðufugla!

Fróðleg staðreynd

Veistu hvað? Jörðin er líka risastór segull! Þótt hún sé ekki næstum jafn sterkur segull og segulstjarna er hún samt nógu sterk til að verja okkur fyrir skaðlegri geislun frá sólinni og veldur norðurljósunum fallegu!

Share:

Afbeeldingen

Een vreemde magneet
Een vreemde magneet

Printer-friendly

PDF File
1004,9 KB
Nieuwsbrief

Cassini Scientist for a Day


Universe in a Box