Volg ons
iBookstore
Android app on Google Play
Vind ik leuk
Een programma van
Geimfiðrildi fljúga í sömu átt
4 September 2013

Þegar stjörnur á borð við sólina okkar deyja varpa þær ystu gaslögum sínum út í geiminn, líkt og þær drægju andann í hinsta sinn. Gasið svífur út í geiminn og myndar falleg og tignarleg ský — hringþokur. Hringþokur eru mismunandi í laginu en ein gerðin er kölluð tvískauta hringþokur. Þær líta út eins og draugaleg stundaglös eða risavaxin geimfiðrildi í kringum móðurstjörnuna.

Móðurstjörnurnar og umhverfið í kring móta hringþokurnar. Til dæmis getur skipt máli hvort stjarnan hafi reikistjörnur eða jafnvel aðrar stjörnur á braut um sig. Lögun tvískauta hringþoka er óvenjulegust. Á myndinni sést hvers vegna: Móðurstjarna þessarar þoku hefur öfluga stróka sem feykja efni út frá norður- og suðurpólum hennar! Úr verður glæsilegt fiðrildalaga ský.

Allar hringþokur verða til úr mismunandi stjörnum sem aldrei komast nógu nálægt til að snertast. Hringþokurnar ættu því að vera harla ólíkar. Þegar stjörnufræðingar skoðuðu hins vegar meira en 100 hringþokur í bungunni í miðju Vetrarbrautarinnar kom í ljós að tvískauta hringþokur þar virðast hegða sér á sérkennilegan hátt. Í miðju Vetrarbrautarinnar ægir öllu saman, allt er frekar óreiðukennt, en samt raðast hringþokurnar upp með sama hætti! Þær virðast liggjandi meðfram skífu Vetrarbrautarinnar.

Þótt móðurstjörnurnar móti fyrst og fremst þokurnar, benda þessar niðurstöður til þess að annað hafi líka mikil áhrif á þær: Vetrarbrautin okkar. Stjörnufræðingarnir álíta að bungan í miðju Vetrarbrautarinnar virki eins og risavaxinn segull sem raði tvískauta hringþokum upp eins og járnflísar eftir segli.

Fróðleg staðreynd

Hjarta Vetrarbrautarinnar er stútfullt af gasi, ryki og stjörnum. Svæðið nefnist miðbungan og er ástæða þess að við sjáum aðeins lítinn hluta af stjörnunum í Vetrarbrautinni. Svo mikið gas og ryk er í bungunni að við sjáum ekki í gegnum hana.

Share:

Afbeeldingen

Kosmische vlinders vliegen in dezelfde richting
Kosmische vlinders vliegen in dezelfde richting

Printer-friendly

PDF File
962,8 KB
Nieuwsbrief

Cassini Scientist for a Day


Universe in a Box